Vantar fólk í byggingarvinnu

Í byggingarvinnu.
Í byggingarvinnu. Morgunblaðið/Árni Torfason

Nægt fram­boð er af starfs­fólki um þess­ar mund­ir til að sinna eft­ir­spurn fyr­ir­tækja. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu tel­ur að ekki sé skort­ur á starfs­fólki. Ein­ung­is 13% stjórn­enda finna fyr­ir skorti á starfs­fólki en 87% ekki.

Þetta er ein af niður­stöðum könn­un­ar Capacent á stöðu og framtíðar­horf­um stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, sem gerð var í síðasta mánuði fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Seðlabank­ann. Þetta er svipuð niðurstaða og í sam­bæri­legri könn­un fyr­ir ári síðan, þegar 14% stjórn­enda fundu fyr­ir skorti á starfs­fólki.

 Staðan er þó mjög mis­mun­andi eft­ir at­vinnu­grein­um. Skort­ur á starfs­fólki virðist mjög mik­ill í bygg­ing­ariðnaði þar sem tæp­lega 60% stjórn­enda finna fyr­ir skorti á starfs­fólki. Skort­ur er einnig tölu­verður í ferðaþjón­ustu, flutn­ing­um og ým­issi þjón­ustu þar sem um 20% stjórn­enda finna fyr­ir skorti. Eng­inn skort­ur er hins veg­ar á starfs­fólki í versl­un og fjár­málaþjón­ustu.

 Skort­ur­inn er minnst­ur í stærstu fyr­ir­tækj­un­um en til­finn­an­leg­ur í minni og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, nán­ar til­tekið þeirra sem hafa færri en 60 starfs­menn og ár­sveltu und­ir ein­um millj­arði króna.

 Skort­ur á starfs­fólki er held­ur meiri á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu. Á lands­byggðinni finna 16% stjórn­enda fyr­ir skorti en 12% á höfuðborg­ar­svæðinu.

Vænta fjölg­un­ar starfs­manna

Um 20% stjórn­enda sjá fram á fjölg­un starfs­manna á næstu sex mánuðum, 10% vænta fækk­un­ar og 70% að starfs­manna­fjöldi verði óbreytt­ur. Mestr­ar fjölg­un­ar er vænst í bygg­ing­ariðnaði og ferða- og flutn­ingaþjón­ustu.

 Tæp­lega 30 þúsund manns starfa hjá fyr­ir­tækj­un­um í könn­un­inni. Af svör­um stjórn­enda má áætla að starfs­mönn­um þeirra fjölgi um rúm­lega 100 eða 0,4% á næstu sex mánuðum. Fyr­ir­tæk­in í könn­un­inni starfa í at­vinnu­grein­um með 103.000 starf­andi sem er 60% af heild­ar­fjölda starfa í land­inu. Séu niður­stöður könn­un­ar­inn­ar yf­ir­færðar á at­vinnu­lífið í heild gefa þær vís­bend­ingu um að störf­um á al­menn­um vinnu­markaði fjölgi um 375 á næstu 6 mánuðum.

 Að þessu sinni var könn­un­in gerð á tíma­bil­inu 10.-30. maí 2013 og voru spurn­ing­ar 7. Í úr­taki voru 437 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins (miðað við heild­ar­launa­greiðslur) og svöruðu 273 þannig að svar­hlut­fall var 62,5%. Niður­stöður eru greind­ar eft­ir staðsetn­ingu fyr­ir­tæk­is, at­vinnu­grein, veltu, starfs­manna­fjölda og hvort fyr­ir­tækið starfi á út­flutn­ings- eða inn­an­lands­markaði. Ekki er um að ræða sam­ræmda túlk­un sam­starfsaðil­anna á niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK