Hættan á að evrusvæðið liðist í sundur er ekki lengur fyrir hendi. Þetta sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins, á fundi í dag á vegum hugveitunnar Brussels Business Forum.
Rehn sagði að hættan á því að evrusvæðið liðaðist í sundur hefði horfið. „Evrópusambandið er ekki lengur á bráðadeild þrátt fyrir að sjúklingurinn okkar muni áfram þurfa að vera undir eftirliti og á lyfjagjöf í einhvern tíma enn.“
Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá.