Starfsmenn Landsbankans geta leigt sér „flýtibíl“

Frá undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Bílaleigu Akureyrar. Frá vinstri; Reynir …
Frá undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Bílaleigu Akureyrar. Frá vinstri; Reynir Hallgrímsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Bílaleigu Akureyrar og með þeim Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbankanum.

Landsbankinn og Bílaleiga Akureyrar (Höldur ehf.) hafa gert samstarfssamning um þjónustu svokallaðra flýtibíla. Þjónustan gengur út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga.

 Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar á Íslandi, en þessi aðferð er vel þekkt víða erlendis, segir í tilkynningu.

 Þjónusta flýtibíla verður framvegis hluti af samgöngusamningi Landsbankans við starfsmenn og geta þeir nýtt sér samninginn jafnt í vinnu sem í persónulegum erindum utan vinnutíma. Þeir starfsmenn bankans sem undirrita samninginn skuldbinda sig til að ferðast ekki á einkabíl til vinnu, heldur með strætó, hjólandi eða á flýtibíl. Þegar hafa yfir 360 starfsmenn, eða rúmlega fjórðungur, skrifað undir samgöngusamning og fá þeir á móti fjárframlag til að standa straum af kostnaði vegna vistvænna samganga, svo sem vegna kaupa á strætókorti, leigu á flýtibíl eða viðhaldi á reiðhjóli.

Flýtibílaþjónusta gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Að leigutíma loknum er greitt fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Til eru nokkrar útfærslur af þjónustunni en í tilviki Bílaleigu Akureyrar verður boðið upp að leigja bíla allt frá einum klukkutíma til einhverra daga. Greitt er tímagjald og akstursgjald á hvern ekinn kílómetra og er eldsneyti og annar kostnaður innifalinn. Flýtibíllinn verður sendur heim að dyrum til viðskiptavina.

Með þessu leiguformi gefst fólki kostur á að nýta einkabíl þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur, t.d. strætisvagna eða leigubíla.  Aðgangur að bíl í skamman tíma opnast fyrir þá sem að öðru leyti kjósa að eiga ekki bíl og fyrir sumar fjölskyldur getur aukabíll orðið óþarfur.

 Landsbankinn hyggst einnig nýta flýtibíla í daglegum erindum starfsmanna fyrir hönd bankans og spara með því rekstrarkostnað eigin bifreiða þegar fram í sækir. 

Útfærsla flýtibílaþjónustu getur verið með ýmsu móti. Landsbankinn hefur einnig átt í viðræðum við bílaleiguna Hertz um flýtibílaleigu og vonast til að geta skrifað undir samstarfssamning við Hertz um þeirra útfærslu síðar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK