Tími ódýrs fjármagns í Kína er liðinn

Kínversk hlutabréf féllu um 5,08% í verði á tímabili í dag en þau höfðu einnig lækkað umtalsvert í gær. Vísitölurnar náðu sér þó á strik er leið á daginn þó að lækkun hafi orðið á flestum mörkuðum í Asíu er viðskiptum lauk.

Fjárfestar óttast minnkandi framboð á fjármagni í kínverska bankakerfinu og hugsanlega fjármálakreppu. Kína er annað stærsta hagkerfi heims og þó að nú virðist það bandaríska vera að réttar út kútnum gætu erfiðleikar þess kínverska sett strik í reikninginn á alþjóðavísu.

Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Shanghai hafði dag lækkað um 99,71 stig í 1.863,53 en í gær lækkaði um 5,3%. Það þýðir að vísitalan hefur lækkað um 24% frá því að hún reis sem hæst febrúar síðastliðnum. Lækkun á mörkuðum í Asíu í gær er sú mesta á einum degi í fjögur ár.

Skýringarnar felast m.a. í þeim skilaboðum kínverskra seðlabankans að enn verði útlánareglur bankanna hertar og að bankinn hafi takmarkað framboð á fjármagni til viðskiptabankanna. Millibankavextir hafa t.d. verið hækkaðir verulega, þ.e. vextir sem bankar taka fyrir að lána hver öðrum. Í sumum tilvikum hafa þessir vextir verið ákveðnir 25%, sem eru þeir hæstu í sögu kínveskra banka. Tímabil ódýrs fjármagns er liðinn, að sögn seðlabankans.

Aukin útlán að frumkvæði kínverska ríkisins hafa á undanförnum árum verið einn helsti drifkraftur hagvaxtar í landinu. Það voru meðal annars viðbrögð kínverskra stjórnvalda við alþjóða fjármálakreppunni sem skall á árunum 2008-2009. Í greiningu á málinu á vef BBC í morgun kemur m.a. fram að þó að sú aðgerð hafi virkað eins og stuðpúði í Kína á meðan mörg önnur lönd urðu strax vanda vafin, hafi margir haft áhyggjur af því að of mikið af alltof ódýru fjármagni hafi flætt inn í fjármálakerfið.

Lækkun varð einnig á fleiri mörkuðum í Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,72% eftir viðskipti dagsins og er sú lækkun einnig rakin til ástandsins í Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK