Tími ódýrs fjármagns í Kína er liðinn

Kín­versk hluta­bréf féllu um 5,08% í verði á tíma­bili í dag en þau höfðu einnig lækkað um­tals­vert í gær. Vísi­töl­urn­ar náðu sér þó á strik er leið á dag­inn þó að lækk­un hafi orðið á flest­um mörkuðum í Asíu er viðskipt­um lauk.

Fjár­fest­ar ótt­ast minnk­andi fram­boð á fjár­magni í kín­verska banka­kerf­inu og hugs­an­lega fjár­málakreppu. Kína er annað stærsta hag­kerfi heims og þó að nú virðist það banda­ríska vera að rétt­ar út kútn­um gætu erfiðleik­ar þess kín­verska sett strik í reikn­ing­inn á alþjóðavísu.

Hluta­bréfa­vísi­tal­an í kaup­höll­inni í Shang­hai hafði dag lækkað um 99,71 stig í 1.863,53 en í gær lækkaði um 5,3%. Það þýðir að vísi­tal­an hef­ur lækkað um 24% frá því að hún reis sem hæst fe­brú­ar síðastliðnum. Lækk­un á mörkuðum í Asíu í gær er sú mesta á ein­um degi í fjög­ur ár.

Skýr­ing­arn­ar fel­ast m.a. í þeim skila­boðum kín­verskra seðlabank­ans að enn verði út­lána­regl­ur bank­anna hert­ar og að bank­inn hafi tak­markað fram­boð á fjár­magni til viðskipta­bank­anna. Milli­banka­vext­ir hafa t.d. verið hækkaðir veru­lega, þ.e. vext­ir sem bank­ar taka fyr­ir að lána hver öðrum. Í sum­um til­vik­um hafa þess­ir vext­ir verið ákveðnir 25%, sem eru þeir hæstu í sögu kín­veskra banka. Tíma­bil ódýrs fjár­magns er liðinn, að sögn seðlabank­ans.

Auk­in út­lán að frum­kvæði kín­verska rík­is­ins hafa á und­an­förn­um árum verið einn helsti drif­kraft­ur hag­vaxt­ar í land­inu. Það voru meðal ann­ars viðbrögð kín­verskra stjórn­valda við alþjóða fjár­málakrepp­unni sem skall á ár­un­um 2008-2009. Í grein­ingu á mál­inu á vef BBC í morg­un kem­ur m.a. fram að þó að sú aðgerð hafi virkað eins og stuðpúði í Kína á meðan mörg önn­ur lönd urðu strax vanda vaf­in, hafi marg­ir haft áhyggj­ur af því að of mikið af alltof ódýru fjár­magni hafi flætt inn í fjár­mála­kerfið.

Lækk­un varð einnig á fleiri mörkuðum í Asíu. Nikk­ei-vísi­tal­an í Tókýó lækkaði um 0,72% eft­ir viðskipti dags­ins og er sú lækk­un einnig rak­in til ástands­ins í Kína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK