Mikil tækifæri á Grænlandi

Frá Nuuk á Grænlandi.
Frá Nuuk á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vaxandi áhugi er meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja á umsvifum á Grænlandi. Starfsemi Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins var hleypt af stokkunum fyrir skömmu og á Akureyri eru mörg fyrirtæki þátttakendur í Arctic Services, verkefni á vegum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þátttakendur í því sjá ýmsa möguleika á Grænlandi, þar sem þörf er á tækniþjónustu, m.a. vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu.

Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að á síðasta ári fluttu Íslendingar út vörur til Grænlands fyrir um 2,6 milljarða króna. Flugfélag Íslands er með daglegar Grænlandsferðir og flytur kynstrin öll af daglegum neysluvörum.

Tækifærin á Grænlandi eru umtalsverð, segir Kristín Hjálmtýsdóttir sem stýrir erlendum samskiptum hjá Viðskiptaráði Íslands. Hún telur þörf á viðskiptasamningi Íslands og Grænlands. Í höfuðstaðnum Nuuk verður í haust haldin íslensk kaupstefna og skrifstofa íslensks ræðismanns verður opnuð innan tíðar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK