Stofnandi IKEA flytur aftur til Svíþjóðar

Ingvar Kamprad.
Ingvar Kamprad. HANS RUNESSON

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, ætlar að flytja aftur heim til Svíþjóðar en þar hefur hann ekki búið í fjörutíu ár. Hann býr nú í Sviss þar sem hann er ríkastur allra, en hann er í fimmta sæti yfir ríkustu menn í heimi. Eignir hans eru metnar á rúma fimm þúsund milljarða króna.

Talsmaður Kamprad segir flutningana ráðgerða í lok ársins og muni þá Kamprad, sem er 87 ára, borga skatta af tekjum sínum í heimalandinu.

Talið er líklegt að Kamprad muni flytja í bæinn Älmhult, sem er í suðurhluta Svíþjóðar.

Kamprad ákvað fyrir skömmu að hætta í stjórn Inter Ikea Group, sem fer með eignarhald á verslunarkeðjunni. Mathias, sonur hans, tók við sem stjórnarformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK