Hlutabréf í kanadíska snjallsímafyrirtækinu Blackberry hafa fallið í verði í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti 84 milljóna dala tap (10,4 milljarða króna) á tímabilinu 1. mars-31. maí.
Í fyrra var tapið enn meira eða 518 milljónir dala á sama tímabili. En árshlutauppgjörið nú er þó verra en spáð hafði verið. Við upphaf viðskipta í kauphöllinni í New York morgun féllu hlutabréf í fyrirtækinu um 28%. Stjórnendur hafa sagt að einnig verði tap á næsta ársfjórðungi.
Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram dreifing á símtækjum hafi aukist en ekki er sagt hversu mörg tæki voru seld á ársfjórðungnum. Blackberry setti tvo nýja síma á markað nýverið. Z10 er með snertiskjá en Q10 er með liltu lyklaborði sem margir Blackberry notendur segjast kjósa.