Sigurjón Kjærnested til Samorku

Sigurjón Kjærnested.
Sigurjón Kjærnested.

Samorka hefur ráðið Sigurjón Norberg Kjærnested vélaverkfræðing í starf framkvæmdastjóra veitusviðs samtakanna. Sigurjón er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Sigurjón hefur m.a. starfað sem aðstoðarkennari við Háskóla Íslands og frá árinu 2011 hefur hann starfað hjá verkfræðistofunni Mannvit.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 Sigurjón er formaður vélaverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands, 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hann hefur störf hjá Samorku í byrjun september.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK