Sluppu vegna slakrar enskukunnáttu

Taro Aso, fjármálaráðherra Japans.
Taro Aso, fjármálaráðherra Japans. AFP

Japanskir bankar sluppu við efnahagshrunið 2008 að mestu vegna þess að stjórnendur þeirra töluðu ekki ensku nógu vel til þess að vera reiðubúnir að fjárfesta í flóknum fjármálagerningum í Bandaríkjunum. Þetta sagði Taro Aso, fjármálaráðherra Japans, á fundi í Tókíó í dag.

Haft er eftir Aso, sem einnig er aðstoðarforsætisráðherra Japans og þekktur fyrir litríkar yfirlýsingar sínar, að þó margir hafi komið illa út úr viðskiptum með svokölluð undirmálslán hafi lítið verið um að fjárfest væri í þeim af japönskum kaupsýslumönnum samanborið við evrópska banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK