Nýtt Bláa lón á Filippseyjum

Bláa lónið á Íslandi gæti fengið samkeppni frá nýju lóni …
Bláa lónið á Íslandi gæti fengið samkeppni frá nýju lóni sem reist verður í Filippseyjum. mbl.is/RAX

Hollenska fyrirtækið IF Technology, ásamt orkufyrirtækjunum Constellation Energy Corp og Emerging Power Resource Holdings, ætla að byggja hliðstæða heilsulind og Bláa Lónið á Filippseyjum meðfram jarðvarmavirkjunarframkvæmdum sem hefjast þar fljótlega.

Haft er eftir forstöðumönnum verkefnisins að auk þess að koma upp 70 megavatta raforkuframleiðslu, þá sé ætlunin að nýta fráfallið frá virkjuninni í að gera heilsulind á heimsmælikvarða. Í umfjöllun Malaya Business News um málið er haft eftir Antonie de Wilde, framkvæmdastjóra hjá Emerging Power Resource Holdings, að fyrirmyndin sé sótt til Bláa lónsins á Íslandi, en á báðum stöðum sé um mjög steinefnaríkt vatn að ræða.

Virkjunin og heilsulindin verða reist í héraðinu Naujan sem er á eyjunni Mindoro, en hún er nokkuð sunnar en höfuðborgin Manilla. Segir Jose P. Leviste, stjórnarformaður Constellation Energy Corp, að framkvæmdin muni auka heilsuferðamennsku á staðnum til viðbótar við aukna raforkuframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK