Nýtt Bláa lón á Filippseyjum

Bláa lónið á Íslandi gæti fengið samkeppni frá nýju lóni …
Bláa lónið á Íslandi gæti fengið samkeppni frá nýju lóni sem reist verður í Filippseyjum. mbl.is/RAX

Hollenska fyrirtækið IF Technology, ásamt orkufyrirtækjunum Constellation Energy Corp og Emerging Power Resource Holdings, ætla að byggja hliðstæða heilsulind og Bláa Lónið á Filippseyjum meðfram jarðvarmavirkjunarframkvæmdum sem hefjast þar fljótlega.

Haft er eftir forstöðumönnum verkefnisins að auk þess að koma upp 70 megavatta raforkuframleiðslu, þá sé ætlunin að nýta fráfallið frá virkjuninni í að gera heilsulind á heimsmælikvarða. Í umfjöllun Malaya Business News um málið er haft eftir Antonie de Wilde, framkvæmdastjóra hjá Emerging Power Resource Holdings, að fyrirmyndin sé sótt til Bláa lónsins á Íslandi, en á báðum stöðum sé um mjög steinefnaríkt vatn að ræða.

Virkjunin og heilsulindin verða reist í héraðinu Naujan sem er á eyjunni Mindoro, en hún er nokkuð sunnar en höfuðborgin Manilla. Segir Jose P. Leviste, stjórnarformaður Constellation Energy Corp, að framkvæmdin muni auka heilsuferðamennsku á staðnum til viðbótar við aukna raforkuframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka