Hefja sölu á íslensku vatni í Perú

Jón Ólafsson kynnir vatnið frá Icelandic Glacial.
Jón Ólafsson kynnir vatnið frá Icelandic Glacial. Árvakur/Golli

Icelandic Water Holding, sem flytur út íslenskt vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur samið við drykkjarvörufyrirtækið Evo-Sapiens S.A.C. í Perú um að dreifa vatninu og mun samstarfið hefjast strax.

Í tilkynningu segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, að hann sé mjög ánægður með að hafa náð samningi við einn af stærri dreifingaraðilum drykkjarvara í Suður-Ameríku. 

Jón Ólafsson stofnaði fyrirtækið árið 2005 ásamt Kristjáni syni sínum. Jón er stjórnarformaður fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK