Icelandic Water Holding, sem flytur út íslenskt vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur samið við drykkjarvörufyrirtækið Evo-Sapiens S.A.C. í Perú um að dreifa vatninu og mun samstarfið hefjast strax.
Í tilkynningu segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, að hann sé mjög ánægður með að hafa náð samningi við einn af stærri dreifingaraðilum drykkjarvara í Suður-Ameríku.
Jón Ólafsson stofnaði fyrirtækið árið 2005 ásamt Kristjáni syni sínum. Jón er stjórnarformaður fyrirtækisins.