Landsbankinn ávaxtar fyrir Tryggingasjóðinn

mbl.is/Hjörtur

Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta hefur valið Landsbankann til þess að annast eignastýringu fyrir sjóðinn. Samningurinn er gerður í framhaldi af útboði þar sem óskað var eftir tilboðum í vörslu, ávöxtun og umsýslu fjármuna sjóðsins. Eignastýring Landsbankans var, auk tveggja annarra, þar með talið Landsbréf hf., dótturfélag bankans, valin til annast þetta umfangsmikla verkefni en við val á samstarfsaðilum var meðal annars litið til reynslu á sviði eignastýringar, stöðugleika rekstrar, kostnaðar, árangursmats og sérstaks mats Tryggingasjóðsins.


Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum segir í fréttatilkynningu að þessi niðurstaða sé fagnaðarefni fyrir bankann og samstæðu hans: „Ég er mjög ánægð með það traust sem okkur er sýnt með þessum samningi. Landsbankinn hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að byggja upp öfluga starfsemi á sviði eignastýringar og niðurstöður útboðsins sýna að sú uppbygging hefur skilað árangri. Hjá Eignastýringu Landsbankans starfar samhentur og reyndur hópur og ég efast ekki um að það hefur vegið þungt í vali sjóðsins á bankanum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK