Portúgal í „öruggum höndum“

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu segir Portúgal vera í öruggum höndum.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu segir Portúgal vera í öruggum höndum. AFP

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, sagði að Portúgal hefði náð frábærum árangri með enduruppbyggingu og væri nú í „öruggum höndum.“ Þetta sagði hann í kjölfar þess að stjórnarkreppa í landinu skók fjármálamarkaði í gær.

Hann sagði að seðlabankinn myndi halda vöxtum á evrusvæðinu lágum eins lengi og þörf væri á og að stöðugleiki væri komin á í álfunni. Stýrivextir bankans eru nú í metlægð, eða 0,5% og hafa verið þannig í þrjá mánuði. Sagði hann að hækkun væri ekki inni í myndinni á komandi misserum.

Viðbrögð við ummælum Draghi virðast hafa verið jákvæð, en hlutabréf í London hækkuðu meðal annars um rúmlega 3% í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK