Heildargróði af lagningu sæstrengs

00:00
00:00

Raf­orku­verð mun að öll­um lík­ind­um hækka hér á landi með lagn­ingu sæ­strengs, en þrátt fyr­ir það myndi ríkið fá inn hærri upp­hæðir vegna söl­unn­ar út en það þyrfti að nota í mót­vægisaðgerðir til að lækka raf­magnsverð heim­ila hér­lend­is. Því er rétt að hefja viðræður til að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um for­send­ur þess að leggja streng­inn. Þetta seg­ir Gunn­ar Tryggva­son, verk­fræðing­ur og formaður ráðgjafa­nefnd­ar um sæ­streng, í þætt­in­um Viðskipti með Sig­urði Má.

Gunn­ar seg­ir rétt að raf­orku­verð muni að öll­um lík­ind­um  hækka, sér­stak­lega ef ekk­ert annað verði gert til að lækka raf­orku­verð. Bend­ir hann þó á að í Nor­egi hafi meðal ann­ars, í sum­um héruðum, verið ákveðið að fella niður virðis­auka­skatt á raf­orku til að lækka verðið.

Áhrif­in þyrftu þó ekki að vera mik­il, en Gunn­ar seg­ir að þótt farið verði í lagn­ingu þess strengs sem nú sé horft til, upp á 700 MW, þá sé ólík­legt að það hafi veru­leg áhrif á verð raf­magns.

Hann bend­ir einnig á að þrátt fyr­ir að raf­orku­verð hækki, þá muni það ekki hafa áhrif á húsa­hit­un­ar­kostnað flestra heim­ila á land­inu, þar sem þau séu hituð upp með jarðvarma en ekki raf­magni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK