Wernersbræður ákærðir

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sérstakur saksóknari birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfestingarfélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðssvik. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á meðal ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins en Karl var stjórnarformaður. Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone er einnig ákærður sem og þrír endurskoðendur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Niðurstaða saksóknara sé að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone.

Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu.

Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK