Euromoney velur Íslandsbanka besta bankann

Íslandsbanki við Kirkjusand.
Íslandsbanki við Kirkjusand. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu bankanna víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. Glitnir fékk m.a. sambærilega útnefningu hjá tímaritinu árið 2006.

 Tímaritið leit til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna við val sitt, meðal annars arðsemi eigin fjár, árangur í uppbyggingu nýs banka og vaxtar efnahagsreiknings á milli ára. Þá tiltekur Euromoney að Íslandsbanki hafi sterk eiginfjár- og innlánahlutföll en jafnframt sýnt frumkvæði í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans með útgáfu sértryggðra skuldabréfa en bankinn var sá fyrsti hér á landi til að hefja slíka útgáfu.  Bankinn var jafnframt, fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja frá haustinu 2008, til að gefa út víxla skráða í íslensku kauphöllinni.

Í fréttatilkynningu Íslandsbanka er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, að frá stofnun bankans hafi verið lögð áhersla á skýra markmiðasetningu með þátttöku starfsfólks og viðskiptavina. „Við sjáum árangur þeirrar vinnu vera að skila sér og það er afar ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið. Við erum stolt af þessari viðurkenningu og þökkum starfsfólki og viðskiptavinum okkar þennan góða árangur.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK