Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's breytti í dag horfum fyrir írskt efnahagslíf úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfiseinkunn Írlands er BBB+. Fréttarvefur breska dagblaðsins Guardian greinir frá þessu.
Fyrirtækið nefnir þá ástæðu helsta fyrir jákvæðum horfum að útlit sé fyrir að skuldastaða írska ríkisins lækki hraðar en fyrirtækið hafi áður reiknað með. Gert er ráð fyrir að efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við Írland ljúki eftir sex mánuði.