Lánshæfiseinkunn Frakklands var lækkuð á föstudag í bókum alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch. Einkunnin var áður sú hæsta sem gefin er eða AAA en er nú AA+ með stöðugum horfum.
Fram kemur á fréttavefnum CNBC.com að ástæðan fyrir lækkuninni sé meðal annars verri gangur í frönsku efnahagslífi, aukið atvinnuleysi, fjárlagahalli franska ríkisins og minnkandi erlend eftirspurn.