Starfsmenn bankans eignast um 1% hlut í bankanum

Landsbankinn staðfesti nýjar úthlutunarreglur um afhendingu hlutabréfa til starfsmanna í …
Landsbankinn staðfesti nýjar úthlutunarreglur um afhendingu hlutabréfa til starfsmanna í dag. Kristinn Ingvarsson

Á hluthafafundi Landsbankans hf. í dag voru staðfestar úthlutunarreglur um afhendingu hlutabréfa til starfsmanna og mun eignarhluti starfsmanna verða tæplega 1%. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum.

„Með afhendingu hlutabréfanna uppfyllir Landsbankinn þær skyldur sem samningur um fjárhagslegt uppgjör við LBI hf. og íslenska ríkið leggur honum á herðar. Starfsmenn Landbankans eignast samfara þessu tæplega 1% hlut í bankanum,“ segir í tilkynningunni. En að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna.

Helmingur verðmætis hlutafjár til ríkissjóðs

Þá kemur fram að til úthlutunar komi hlutabréf sem áður voru í eigu LBI hf. og er afhendingin í samræmi við samning Landsbankans, LBI hf. og íslenska ríkisins frá 15. desember 2009. Um helmingur verðmætis hlutafjár sem til úthlutunar er, rennur til ríkissjóðs í formi skatta.

„Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013,“ segir í tilkynningunni.

Eignarhlutur rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmanna í Landsbankanum hf. verður rétt innan við 1% við þessar breytingar. Þá undirgangast starfsmenn ströng skilyrði um sölu hlutabréfanna og er óheimilt að selja þau fyrr en eftir þrjú ár frá afhendingu en hluta má selja fyrr, verði bréf bankans skráð á markað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK