1976 var hamingjuríkasta árið

Mick Jagger með Rolling Stones í Hyde Park nú í …
Mick Jagger með Rolling Stones í Hyde Park nú í júlí. AFP

Árið 1976 þegar Ford Fiesta kom á markað, verslunin Body Shop opnaði og Apple fyrirtækið var stofnað er hamingjuríkasta ár í sögu Bretlands samkvæmt rannsókn hagfræðinga. Íslendingar glöddust líka þetta ár því þá lauk þorskastríðinu er Bretar samþykktu loks að sigla togurum sínum út úr íslenskri lögsögu.

Fyrirsagnir ársins í ár í Bretlandi eru m.a.: Bretar baka sig í sólinni og Rolling Stones á tónleikferðalagi. Þær eiga þó báðar einnig við árið 1976 - sem var samkvæmt nýrri rannsókn besta ár Breta fyrr og síðar. Frá rannsókninni er m.a. sagt í The Mirror í dag.

Árið 1976 var hitabylgja á Bretlandseyjum rétt eins og nú. Hitinn fór yfir 28°C í 22 daga og margir minnast því ársins með hlýju, í bókstaflegri merkingu.

Í frétt Mirror segir að þetta ár hafi lífsgæði fólks verið nokkuð góð, gallonið af bensíni kostaði 77 penní, bjórglasið 32 og brauðhleifurinn 19 penní. Þá var glæpatíðni lág og færri bílar á götunum.

Ferðalög voru orðin á færi flestra og þeir ríku gátu ferðast með Concorde, sem hóf að fljúga frá Heathrow til Bahrain í janúar þetta ár.

Tölvur voru fágæt fyrirbæri en þetta ár stofnuðu <span>Steve Jobs og Steve Wozniak fyrirtækið Apple sem átti eftir að breyta heiminum.</span>

Á sama tíma voru rokkararnir í Rolling Stones á fullu með hinn 33 ára gamla söngvara Mick Jagger í brúnni. Þeir eru nú báðir 69 ára en enn að.

<span>Save Your Kisses for Me</span><span> var framlag Bretlands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1976. Lagið fékk 164 stig og vann keppnina.</span>

Af fleiru tónlistartengdu má efna að hin sígilda plata <span>Hotel California með The Eagles kom út.</span>

Pönkið var að ryðja sér til rúms og Sex Pistols hristu hressilega upp í Bretum með sóðakjafti og óvenjulegri tónlist.

<div>

Þá steig hnefaleikamaðurinn Rocky fram á sjónarsviðið þetta ár í kvikmyndahúsunum. Ekki má gleyma framlagi Robert De Niros til kvikmyndasögunnar því þetta ár kom út myndin Taxi Driver í leikstjórn<span> Martins Scorseses. Prúðuleikararnir birtust einnig í fyrsta sinn á sjónvarpsskjánum.</span>

Engin rólegheit voru yfir pólitíkinni því Harold Wilson sagði af sér sem forsætisráðherra og þorskastríðinu milli Bretlands og Íslands lauk. Verðbólga var mikil og verkföll voru tíð. Árin á eftir voru mjög erfið efnahagslega fyrir Breta.

Engin átti tölvu. Helmingur þjóðarinnar átti síma - heimasíma.

<span>Hagfræðingar við háskólann í Canberra í Ástralíu hafa rannsakað með tilliti til ýmissa þátta hvaða ár voru þau bestu hagfræðilega séð í sögu 17 landa (Ísland er ekki meðal þeirra). Niðurstöðurnar eru birtar í <a href="http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0921800913001584" target="_blank">septemberhefti Ecological Economics.</a></span>

En hvert er þá versta ár sögunnar? Árið 1987. Að minnsta kosti í Bretlandi.

</div>
Steve Jobs (neðst t.v.) við gamla mynd af þeim Steve …
Steve Jobs (neðst t.v.) við gamla mynd af þeim Steve Wozniak þegar þeir unnu saman hjá Apple.
Body Shop var stofnað árið 1976.
Body Shop var stofnað árið 1976.
Forsíður erlendra blaða á meðan þorskastríðinu stóð.
Forsíður erlendra blaða á meðan þorskastríðinu stóð. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK