Hreyfing og hollusta gegnumgangandi

Á síðasta ári flutti Advania sam­einaða starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins alla und­ir einn hatt í nýj­um höfuðstöðvum við Guðrún­ar­tún, sem áður hét Sæ­tún. Fast­eign­in var í heild end­ur­bætt og end­ur­skipu­lögð og út­kom­an er glæsi­leg aðstaða fyr­ir starfs­menn. Hvort sem það er út­sýnið yfir Esj­una, lit­ríkt um­hverfi, allskon­ar afþrey­ing, heilsu­rækt eða mötu­neyti sem ýtir und­ir heilsu­sam­legt fæði, þá er greini­legt að hugsað var til allra smá­atriða þegar þessi skrif­stofuaðstaða var hönnuð. Mbl.is fékk að koma í heim­sókn og skoða hvernig aðstaða starfs­manna á þess­um 500 manna vinnustað er.

Það sem blaðamaður tók fljót­lega eft­ir er hversu mikið lagt er upp úr heilsu og hreyf­ingu starfs­manna. Vítt og breitt um fyr­ir­tækið eru skír­skot­an­ir sem hvetja menn til hreyf­ing­ar og þá er fyr­ir­tækið með sam­göngustyrki og hvet­ur til hjól­reiða. Auk þess eru íþrótta­hóp­ar og hald­inn er heilsu­mánuður þar sem þjálf­ar­ar frá Boot camp mæta á svæðið. 

Ef álagið er svo orðið of mikið og menn vilja gera annað en að fara í rækt­ina til að fá út­rás, þá býður afþrey­ing­ar­hornið upp á allt frá ballskák yfir í fót­bolta­leiki og gít­ar­hermi. Að lok­um geta starfs­menn komið við á sér­út­búnu kaffi­húsi frá Te og kaffi sem er á staðnum.

Á næstu dög­um mun mbl.is skoða fleiri vinnustaði og kíkja á starfs­um­hverfi inn­an­húss.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK