Hreyfing og hollusta gegnumgangandi

Á síðasta ári flutti Advania sameinaða starfsemi fyrirtækisins alla undir einn hatt í nýjum höfuðstöðvum við Guðrúnartún, sem áður hét Sætún. Fasteignin var í heild endurbætt og endurskipulögð og útkoman er glæsileg aðstaða fyrir starfsmenn. Hvort sem það er útsýnið yfir Esjuna, litríkt umhverfi, allskonar afþreying, heilsurækt eða mötuneyti sem ýtir undir heilsusamlegt fæði, þá er greinilegt að hugsað var til allra smáatriða þegar þessi skrifstofuaðstaða var hönnuð. Mbl.is fékk að koma í heimsókn og skoða hvernig aðstaða starfsmanna á þessum 500 manna vinnustað er.

Það sem blaðamaður tók fljótlega eftir er hversu mikið lagt er upp úr heilsu og hreyfingu starfsmanna. Vítt og breitt um fyrirtækið eru skírskotanir sem hvetja menn til hreyfingar og þá er fyrirtækið með samgöngustyrki og hvetur til hjólreiða. Auk þess eru íþróttahópar og haldinn er heilsumánuður þar sem þjálfarar frá Boot camp mæta á svæðið. 

Ef álagið er svo orðið of mikið og menn vilja gera annað en að fara í ræktina til að fá útrás, þá býður afþreyingarhornið upp á allt frá ballskák yfir í fótboltaleiki og gítarhermi. Að lokum geta starfsmenn komið við á sérútbúnu kaffihúsi frá Te og kaffi sem er á staðnum.

Á næstu dögum mun mbl.is skoða fleiri vinnustaði og kíkja á starfsumhverfi innanhúss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK