Atvinnuleysi var 6,4% í júní samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur aukist um 1,2 prósentustig frá því í júní 2012 en þá var atvinnuleysi 5,3%.
Samkvæmt ninnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní 2013 að jafnaði 191.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 178.700 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,3% og hlutfall starfandi 78,9%.
Atvinnuleysi í júní 2013 var 6,7% á meðal karla miðað við 5% í júní 2012 og meðal kvenna var það 6,1% miðað við 5,6% í júní 2012.
Árstíðaleiðréttur fjöldi fólks á vinnumarkaði í júní 2013 var 184.800 eða 80,8% atvinnuþátttaka en var 183.100 í maí 2013 eða 81,5%. Fjöldi atvinnulausra í júní 2013 var 12.800 eða 7% en var 9.100 eða 5% í maí 2013. Fjöldi starfandi í júní 2013 var 171.900 eða 75,2% en var 174.000 eða 77,4% í maí 2013. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu jókst atvinnuleysi því um 2 prósentu¬stig á milli mánaða og hlutfall starfandi minnkaði um 2,3 prósentustig.
Leitni árstíðaleiðréttingar á vinnuaflstölum sýnir að fyrstu sex mánuði ársins hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 1,2% og atvinnuþátttaka því aukist um 0,3 prósentustig. Atvinnulausum fjölgaði um 4,9% og atvinnuleysið jókst um 0,3 prósentustig.
Starfandi fólki fjölgaði einnig á þessu tímabili eða um 1,3% og hlutfallið jókst um 0,1 prósentustig. Þegar litið er á þróun leitni síðustu 12 mánaða hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 3,4%, atvinnulausum fjölgað um 2,1% og fjöldi starfandi aukist um 3,5%, segir á vef Hagstofu Íslands.