Primera Travel hagnaðist um 1,5 milljarða króna

Boeing 737-800 farþegaþota flugfélagsins Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Boeing 737-800 farþegaþota flugfélagsins Primera Air á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is

Rekstur Primera Travel Group, sem er alfarið í eigu Andra Más Ingólfssonar, hefur mikil umsvif í Skandinavíu. Aðeins 3% veltunnar má rekja til Íslands.

Fyrirtækið velti 91,5 milljörðum króna árið 2012 og hagnaðist um 1,5 milljarða. Afkoman fyrir skatta og fjármagnsliði nam 2,2 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfallið var 30%.

„Markaðurinn í Skandinavíu er ágætur um þessar mundir. Við erum að uppskera eftir margra ára aðhald í rekstri. Undanfarin ár höfum við glímt við áföll á borð við eldgosið á Íslandi, byltinguna í Egyptalandi og hæsta olíuverð í sögunni. Þessi áföll höfðu mikil áhrif á reksturinn; tjónið hleypur á milljörðum en okkur tókst að skila hagnaði öll undanfarin ár,“ segir Andri Már meðal annars  í samtali um starfsemi Primera Travel í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hagnaður ársins 2013, miðað við uppfærða áætlun eftir sex mánaða uppgjör, er áætlaður 1,8 milljarðar eftir skatta, að hans sögn.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group. mbl.is/Golli
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Travel, horfir til þess að …
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Travel, horfir til þess að vaxa með innri vexti og yfirtökum á fyrirtækjum á næstu misserum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK