Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,32% í kauphöllinni í Tókýó í dag en Bandaríkjadalur hefur ekki verið jafn veikur gagnvart japanska jeninu í einn mánuð.
Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 468,85 stig og er 13.661,13 stig. Á föstudag lækkaði vísitalan um tæp 3% en töluverðar sveiflur hafa verið á vísitölunni undanfarið.
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag en lækkunin er einkum rakin til þess að fjárfestar bíða ræðu seðlabanka Japans, Haruhiko Kuroda, um stöðu efnahagsmála sem og seðlabankastjóra Bandaríkjanna.