Bíða enn eftir peningum frá Glitni

Nokkur ár munu líða þar til uppgjör á þrotabúi Glitnis …
Nokkur ár munu líða þar til uppgjör á þrotabúi Glitnis lýkur. mbl.is

Næstum fimm árum eftir fall Glitnis skuldar þrotabúið sveitarstjórninni í Oxfordshire enn um 7 milljónir punda eða tæplega 1,3 milljarða króna. Sveitarstjórnin þarf að skera niður í opinberri þjónustu vegna taprekstrar.

Stofnun sem fylgist með fjármálum hins opinbera í Bretlandi reiknar með að Oxfordshire og aðrar sveitarstjórnin og opinberar stofnanir sem fólu íslensku bönkunum að ávaxta peninga fyrir hrun fái mestalla peninga sína greidda fyrir árið 2019.

Margar sveitarstjórnir í Bretlandi, m.a. Oxfordshire, eiga í fjárhagserfiðleikum og hafa þær sett fram áætlun um að spara sem svarar 74 milljónum punda fram til ársins 2017, að því er fram kemur í frétt hjá BBC.

Þegar íslensku bankarnir féllu í október 2008 höfðu þeir tekið að sér að ávaxta yfir 180 milljarða króna frá um 100 sveitarstjórnum og opinberum stofnum í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK