Meinað að selja síld til ESB-landa

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Mikil reiði er í Færeyjum með ákvörðun Evrópusambandsins að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að Færeyingar muni selja síldina til Rússlands, Asíu og Afríku ef Evrópusambandið loki sínum mörkuðum.

Færeyingar hafa ákveðið að auka hlutdeild sína í síldarkvótanum úr 5% í 17%. Framkvæmdastjórn ESB hefur mótmælt þessari ákvörðun og í dag var tilkynnt að ESB myndi beita Færinga refsiaðgerðum vegna síldveiðanna. Færeyingum verður bannað að landa síld í höfnum ESB-landa, hvort sem henni er ætlað að fara á markað í ESB eða til annarra landa.

Jacob Vestergaard segir í samtali við bt.dk að þessi ákvörðun sé furðuleg og ekki í samræmi við samskipti siðaðra þjóða. Hún sé ekki fallin til að stuðla að samkomulagi um skiptingu síldarkvótans. Hann segir að þó að Evrópumarkaður lokist þá hafi Færeyingar viðskiptasambönd við aðra markaði sem þeir muni nýta sér. Hann nefnir í því sambandi Rússland, Asíu og Afríku. Hann viðurkennir hins vegar að ESB-löndin hafi borgað hæsta verðið fyrir síldina. Ákvörðun ESB hafi því efnahagsleg áhrif í Færeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK