Halda vöxtum óbreyttum í 0,5%

Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu. BORIS ROESSLER

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í dag að merki væru komin fram um að efnahagur evru-ríkjanna væri að batna. Seðlabankinn tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir, en þeir eru 0,5%.

Draghi sagði á blaðamannafundi í dag að stýrivextir bankans yrðu lágir um fyrirsjáanlega framtíð. Með þessari yfirlýsingu er bankinn að gefa þau skilaboð til markaðarins að bankinn ætli sér ekki að fylgja í fótspor Seðlabanka Bandaríkjanna sem ætlar að stíga skref í átt frá þeirri stefnu sem verið hefur ríkjandi og miðar að því að örva efnahagslífið með mjög lágum vöxtum.

Þau jákvæðu merki í efnahagslífi evru-ríkja sem Draghi ræddi um eru aukin iðnaðarframleiðsla í fyrsta skipti í tvö ár. Jafnframt sýna nýjustu mælingar á atvinnuleysi að það minnkaði í síðasta mánuði í fyrsta skipti í 25 mánuði. Atvinnuleysið er þó enn mjög hátt eða 12,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK