Netvæðingu flugflota Icelandair seinkar

Farþegavél Icelandair á flugi.
Farþegavél Icelandair á flugi. mbl.is/Kristinn

Í haust átti að leggja lokahönd á vinnu við að koma upp þráðlausu neti í flugflota Icelandair. Ennþá er aðeins eitt flugfélag hér á landi sem býður upp á nettengingu í háloftunum, að því er segir á vef Túrista.

Fram kemur, að Icelandair sé eitt þeirra flugfélaga sem vinni að því að koma upp þráðlausu neti um borð í vélum sínum. Samningur þess efnis hafi undirritaður í byrjun síðasta sumar og þá sögðu forsvarsmenn Icelandair að stefnt væri að því að vinnu við að netvæða flotann ætti að ljúka nú í haust.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í svari til Túrista að undirbúningur verkefnisins, einkum ýmiskonar vottanir, hefðu tekið lengri tíma en ætlað var. Hlé var gert á innsetningu netbúnaðarins nú yfir hásumarið en vinnunni verður haldið áfram í haust. Í framhaldinu munu farþegar Icelandair geta notað eigin búnað til að tengjast internetinu um borð að sögn Guðjóns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK