Slitastjórn Sparisjóðabankans, áður Icebank, vinnur að undirbúningi að nýju nauðasamningsfrumvarpi sem er talið líklegra til að hljóta samþykki Seðlabanka Íslands.
Samningskröfuhöfum Sparisjóðabankans hefur verið tilkynnt að ekki muni takast að ljúka við þann nauðasamning sem var lagður fyrir kröfuhafa í mars á þessu ári. Ekki fékkst samþykki allra kröfuhafa svo nauðasamningurinn næði fram að ganga.
Seðlabankinn vildi ennfremur ekki samþykkja útgreiðslu gjaldeyris til erlendra kröfuhafa, né heldur sjálfan nauðasamninginn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.