Icelandair flutti 306 þúsund farþega

Icelandair.
Icelandair. mbl.is/Ernir

Í júlí flutti Icelanda­ir Group 306 þúsund farþega í milli­landa­flugi og voru þeir 11% fleiri en í júlí á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem fé­lagið flyt­ur yfir 300 þúsund farþega í ein­um mánuði. Fram­boðsaukn­ing á milli ára nam 12% og sæta­nýt­ing var 86,2% sam­an­borið við 85,4% á sama tíma í fyrra. Farþegum fjölgaði mest á Norður-Atlants­hafs­markaðinum eða um 15,7% og voru þeir 53% af heild­arfarþega­fjölda fé­lags­ins í milli­landa­flugi í júlí.

Farþegar í inn­an­lands­flugi og Græn­lands­flugi voru rúm­lega 32 þúsund í júlí og fækkaði um 10% á milli ára. Fram­boð fé­lags­ins í júlí var dregið sam­an um 15% sam­an­borið við júlí 2012.

Sæta­nýt­ing nam 73,8% og jókst um 6,5 pró­sentu­stig á milli ára. Seld­um blokktím­um í leiguflugi fækkaði um 11% á milli ára. Frakt­flutn­ing­ar juk­ust um 9% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hót­el­um fé­lags­ins jókst um 4% milli ára. Her­bergja­nýt­ing var 89,2% sam­an­borið við 88,4% í júlí í fyrra.                                                                            

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK