Nýr sæstrengur næsta haust

Philip Magiera, fjármálastjóri Emerald Networks og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.
Philip Magiera, fjármálastjóri Emerald Networks og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Eggert Jóhannesson

Í dag var undirritaður samningur um nýjan sæstreng sem lagður verður frá Bandaríkjunum til Írlands, með tengingu við Ísland. Það er alþjóðlega fyrirtækið Emerald Networks sem leggur strenginn, en Vodafone mun gera samning við félagið upp á gagnaflutning.

Samningurinn við Emerald Networks felur í sér umtalsverða fjárfestingu af hendi Vodafone en jafnframt felur hann í sér verulega lækkun á kostnaði félagsins við útlandasambönd til lengri tíma, að því er fram kemur í tilkynningu. Með þessu mun fyrirtækið margfalda gagnaflutningsgetu sína hingað til lands. Stefnt er að því að strengurinn verði tekinn í gagnið haustið 2014.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Vodafone stefni á að nýta strenginn til gagnaflutninga til og frá landinu í að minnsta kosti 15 ár frá og með haustinu 2014.

Emerald Express sæstrengurinn verður afkastamesta og hraðasta gagnaflutningstengingin á milli Norður-Ameríku og Evrópu og mun hann jafnframt tengjast við Ísland. Strengurinn byggir á nýrri tækni sem auðveldar uppfærslur á afkastagetu hans síðar. Heildarlengd strengsins er yfir 6.700 km og þar af er leggurinn sem lagður verður til Íslands um 1.300 km. Sæstrengurinn mun koma á land í nágrenni við Grindavík. 

Undirritunin fór fram í Hörpunni og voru það Ómar Svavarsson forstjóri og Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Vodafone.

Haft er eftir Ómari Svavarssyni, forstjóra Vodafone, að hagræði muni hljótast af strengnum. „Ég er vongóður um að aðkoma Vodafone að verkefninu tryggi framgang þess og eftir u.þ.b. eitt ár verði Vodafone farið að flytja gögn til og frá landinu gegnum nýja strenginn. Samningurinn tryggir aukna afkastagetu Vodafone, aukið hagræði til framtíðar litið og við reiknum með jákvæðum áhrifum á reksturinn.“

Frétt mbl.is um nýjan sæstreng

Strengurinn mun liggja frá Long island í Bandaríkjunum til Írlands, …
Strengurinn mun liggja frá Long island í Bandaríkjunum til Írlands, en tengjast við Ísland á leiðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK