Skuldirnar komnar í 1 trilljón

Skuldir Japan eru nú komnar yfir 1 trilljón yen.
Skuldir Japan eru nú komnar yfir 1 trilljón yen. AFP

Skuldir Japans náðu í júní yfir 1 trilljóna (e. quadrillion) markið og voru 1,008 trilljón yen. Er þetta í fyrsta skiptið sem þetta skuldsetta ríki kemst yfir þá tölu, en ein trilljón er milljón milljarðar (1.000.000.000.000.000). Nema skuldirnar meira en tvöfaldri landsframleiðslu Japans, en landið hefur lengi haft titilinn að vera með hlutfallslega stærstu skuldahrúgu iðnvædds ríkis. 

Þrátt fyrir miklar skuldir hefur Japan ekki enn farið í gegnum viðlíka skuldakreppu og evrusvæðið, en það stafar að miklu leiti á lágum vöxtum og að skuldirnar eru að mestu í eigu innlendra aðila í stað erlendra.

Forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, er nú að skoða möguleikann á því að hækka söluskatt í landinu upp í 10% fyrir árið 2015 og ná þannig betri tökum á ríkisfjármálunum. Gagnrýnendur segja þó að slíkt gæti hægt á vaxtaráætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK