Keypti í Apple fyrir 180 milljarða

Fjárfestirinn Carl Icahn hefur keypt hlutabréf í Apple fyrir um …
Fjárfestirinn Carl Icahn hefur keypt hlutabréf í Apple fyrir um 1,5 milljarð Bandaríkjadala, KIMIHIRO HOSHINO

Fjár­fest­ir­inn Carl Ica­hn hef­ur keypt hluta­bréf í Apple fyr­ir um 1,5 millj­arð Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur 180 millj­örðum ís­lenskra króna. Seg­ir hann að kaup­in hafi verið gerð nær án um­hugs­un­ar, enda telji hann fyr­ir­tækið und­ir­verðlagt um rúm­lega 20%. Þetta kem­ur fram í frétt Wall Street Journal.

Vill að Apple kaupi hluta­bréf til baka

Þrátt fyr­ir gíf­ur­lega fjár­fest­ingu eign­ast Ica­hn aðeins um 0,3% í fé­lag­inu, en markaðsvirði þess er í dag um 450 millj­arðar Banda­ríkja­dala og er það hæst metna fé­lagið í Stand­ard & Poor's 500 vísi­töl­unni.

Í fram­haldi af kaup­un­um hef­ur Ica­hn ýtt á stjórn­end­ur fé­lags­ins að nýta þá miklu lausa­fjár­muni sem fé­lagið á til að kaupa hluta­bréf til baka í mikl­um mæli. Nú þegar hef­ur Apple til­kynnt að á fyrri hluta árs­ins hafi fé­lagið keypt hluti fyr­ir 16 millj­arða til baka, en heim­ild fé­lags­ins til að kaupa eig­in bréf var í byrj­un árs­ins auk­in úr 10 millj­örðum dala upp í 60 millj­arði.

Ica­hn þekkt­ur fyr­ir fjand­sam­leg­ar yf­ir­tök­ur

Bréf í Apple hafa síðan í sept­em­ber fallið mikið í verði, en á því tíma­bili hef­ur verð á bréf­um fé­lags­ins lækkað um rúm­lega 30%. Það virðist þó ekki hræða Ica­hn sem virðist bú­ast við að fé­lagið geti gefið af sér auk­inn arð.

Ica­hn er þekkt­ur fjár­fest­ir, en hann hef­ur á löng­um ferli sín­um staðið í yf­ir­tök­um á mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um, oft­ar en ekki óvin­veitt þáver­andi eig­end­um og stjórn­end­um. Meðal ný­legra deila sem hann hef­ur lent í er við Michael Dell varðandi kaup þess síðar­nefnda á Dell fyr­ir­tæk­inu og hef­ur Ica­hn sagt þá áætl­un Dell vera stuld frá hlut­höf­um. Slík til­raun Ica­hn yrði þó gíf­ur­lega dýr í þetta skiptið, enda verðmæti Apple sem fyrr seg­ir 450 millj­arðar dala, eða 54 þúsund millj­arðar ís­lenskra króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK