Hækkanir á hlutabréfamarkaði vekja spurningar

TM og VÍS eru fyrstu tryggingafélögin á íslenska hlutabréfamarkaðinum eftir …
TM og VÍS eru fyrstu tryggingafélögin á íslenska hlutabréfamarkaðinum eftir hrunið 2008. mbl.is/Samsett mynd, Eggert

Það hefur verið kátt í Kauphöllinni það sem af er ári en hlutabréf allra félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinn, að undanskildum tveimur, hafa hækkað í verði og það umtalsvert.

Tryggingafélögin TM og VÍS hafa vakið sérstaka athygli en hlutabréf félaganna hafa snarhækkað í verði síðan félögin voru skráð á markað í apríl- og maímánuði. Eins og fjallað var um í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á sínum tíma var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félögunum og dæmi um að fjárfestar hafi skráð sig fyrir mun hærri fjárhæðum í útboðunum en þeir voru borgunarmenn fyrir.

Þeir sérfræðingar á hlutabréfamarkaði sem Morgunblaðið ræddi við segja þessar gríðarlegu hækkanir vekja áleitnar spurningar um, meðal annars, hvort innstæða sé fyrir þeim, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK