Græddi 6 milljarða með einu tísti

Hlutabréf Apple hækkuðu nokkuð eftir að Carl Icahn keypti hlut …
Hlutabréf Apple hækkuðu nokkuð eftir að Carl Icahn keypti hlut í félaginu. Hlutur hans hefur hækkað um 6 milljarða á einum degi. AFP

Með einu tísti á twitter náði fjárfestirinn Carl Icahn að ýta við markaðsaðilum í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að hann keypti hlutabréf í Apple fyrir 180 milljarða sendi hann skilaboð á twitter um að hann og fyrirtæki hans teldu Apple ekki vera rétt verðlagt og að það ætti talsvert inni. Á einum degi hækkaði gengi Apple um rúmlega 3% og fór heildarmarkaðsvirði Apple upp um 17 milljarða dala. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins The Guardian.

Þrátt fyrir að Icahn eigi aðeins innan við 1% af hlutabréfum Apple taka menn eftir orðum hans, en í nokkra áratugi hefur hann stundað yfirtökur á mörgum stórum fyrirtækjum. Með hækkuninni fór verðmæti hlutar Icahns upp um 50 milljónir dala eða sem nemur 6 milljörðum  króna og má því segja að fjárfestingin byrji nokkuð vel hjá honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK