Verðbólgan 1,6% á evrusvæðinu

AFP

Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili var 1,6% í júlí á evru­svæðinu. Verðbólg­an var sú sama að meðaltali í þeim sautján ríkj­um sem til­heyra evr­ópska mynt­banda­lag­inu. Í júlí mæld­ist tólf mánaða verðbólga 3,8% á Íslandi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Eurostat - Hag­stofu Evr­ópu - var veru­leg­ur af­gang­ur á viðskipta­jöfnuði á evru­svæðinu í júlí.

Vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 0,5% frá júní­mánuði. Tólf mánaða verðbólga mæld­ist 1,2% á evru­svæðinu í apríl og hafði ekki mælst minni í 38 mánuði. Hún hef­ur hins veg­ar auk­ist síðan á sama tíma og evru­svæðið losnaði út úr niður­sveiflu sem ríkt hef­ur á svæðinu und­an­farna átján mánuði. Nam hag­vöxt­ur á öðrum árs­fjórðungi 0,3%.

Inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins mæld­ist verðbólg­an 1,7% í júlí sem er sama verðbólga og í júní. Verðlag lækkaði um 0,4% í júlí­mánuði frá júní. Í júlí 2012 mæld­ist verðbólga á evru­svæðinu 2,4% og inn­an ESB 2,5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK