Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 126,0 stig í júlí 2013 (janúar 2011=100) og hækkar um 1,7% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 3,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,5%, samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands.
Dýrast er að leigja í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalverð fermetra í þriggja herbergja íbúð 1965 krónur. Kópavogur kemur þar á eftir með 1801 krónur fm. Á höfuðborgarsvæðinu er ódýrast að leigja þriggja herbergja íbúð í Breiðholti en þar kostar fm 1409 krónur.