Minni drykkja Rússa hefur áhrif á afkomuna

Veður hefur mikil áhrif á bjórdrykkju en mun minna selst …
Veður hefur mikil áhrif á bjórdrykkju en mun minna selst af bjór í rigningu heldur en sól. AFP

Slæmt veður og átak í að fá Rússa til að draga úr drykkju hafði slæm áhrif á afkomu danska brugghússins Carlsberg á öðrum ársfjórðungi. Dróst hagnaður Carlsberg saman um 38% á milli ára og nam 2,074 milljörðum danskra króna, sem svarar til 45 milljarða íslenskra króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 3,355 milljörðum danskra króna. Er þetta verri afkoma en spár sérfræðinga höfðu hljóðað upp á.

Carlsberg hefur lagt áherslu á nýmarkaðslönd og keypti meðal annars hlut í rússneska bjórfyrirtækinu Baltika Breweries í fyrra. En salan hefur verið minni en væntingar voru um þar sem rússnesk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að reyna að draga úr drykkjusýki í landinu, meðal annars með því að banna sölu á bjór í söluturnum og í nætursölum. Eins hafa verið settar hömlur á markaðssetningu á bjór í Rússlandi.

Eins var bjórsalan minni á tímabilinu apríl til júní vegna óspennandi veðurs á helstu mörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK