Ekki er útilokað að mati Olli Rehn, peningamálastjóra Evrópusambandsins, að Grikkir þurfi þriðja björgunarpakkann frá sambandinu líkt og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að kynni að verða raunin.
Þetta er haft eftir Rehn í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat í dag. Hins vegar sagði hann að aðrar leiðir væru einnig færar fyrir alþjóðlega kröfuhafa Grikklands en þeir eru auk ESB Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópski seðlabankinn.
„Hægt er að bæta skuldastöðuna til dæmis með því að lengja í lánum,“ segir hann.