Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur ákveðið að setja sam­an sér­stakt ráðgjaf­aráð í efna­hags­mál­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun ráðherra að öll­um lík­ind­um til­kynna um stofn­un hóps­ins síðar í dag.

Verður efna­hags­ráðið skipað Ragn­ari Árna­syni, hag­fræðipró­fess­or, Þráni Eggerts­syni, hag­fræðipró­fess­or, Orra Hauks­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðnaðar­ins, og Guðrúnu Ingu Ing­ólfs­dótt­ur, hag­fræðingi hjá eign­a­stýr­ingu Gild­is líf­eyr­is­sjóðs.

Hlut­verk hóps­ins verður einkum að gefa ráðherra ráð um það hvaða leiðir séu fær­ar fyr­ir ís­lensk stjórn­völd til að bæta erfiða stöðu í rík­is­fjár­mál­um. Ráðgjaf­aráðið mun enn­frem­ur aðstoða ráðherra í mál­um er varða meðal ann­ars skulda­stöðu rík­is­ins, skatta­mál og hvernig sé hægt að skapa um­hverfi í efna­hags­mál­um sem er lík­legt til að auka hag­vöxt. 

Hag­vaxt­ar­horf­ur á Íslandi hafa versnað til muna síðustu miss­eri sem er ekki síst rakið til þess að fjár­fest­ing í at­vinnu­líf­inu hef­ur enn ekki tekið við sér fimm árum eft­ir hrun  fjár­mála­kerf­is­ins 2008. Seðlabank­inn spá­ir því að at­vinnu­vega­fjár­fest­ing muni drag­ast sam­an um 21,6% á þessu ári. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun efna­hags­ráðið starfa með ráðherra í eitt ár til að byrja með. Lík­legt þykir þó að skip­un­ar­tími ráðsins verði fram­lengd­ur út kjör­tíma­bilið.  

Ragnar Árnason
Ragn­ar Árna­son Eggert Jó­hann­es­son
Þráinn Eggertsson
Þrá­inn Eggerts­son Morg­un­blaðið/​Styrm­ir Kári
Orri Hauksson
Orri Hauks­son
Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
Guðrún Inga Ing­ólfs­dótt­ir.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK