Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að setja saman sérstakt ráðgjafaráð í efnahagsmálum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ráðherra að öllum líkindum tilkynna um stofnun hópsins síðar í dag.

Verður efnahagsráðið skipað Ragnari Árnasyni, hagfræðiprófessor, Þráni Eggertssyni, hagfræðiprófessor, Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur, hagfræðingi hjá eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs.

Hlutverk hópsins verður einkum að gefa ráðherra ráð um það hvaða leiðir séu færar fyrir íslensk stjórnvöld til að bæta erfiða stöðu í ríkisfjármálum. Ráðgjafaráðið mun ennfremur aðstoða ráðherra í málum er varða meðal annars skuldastöðu ríkisins, skattamál og hvernig sé hægt að skapa umhverfi í efnahagsmálum sem er líklegt til að auka hagvöxt. 

Hagvaxtarhorfur á Íslandi hafa versnað til muna síðustu misseri sem er ekki síst rakið til þess að fjárfesting í atvinnulífinu hefur enn ekki tekið við sér fimm árum eftir hrun  fjármálakerfisins 2008. Seðlabankinn spáir því að atvinnuvegafjárfesting muni dragast saman um 21,6% á þessu ári. 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun efnahagsráðið starfa með ráðherra í eitt ár til að byrja með. Líklegt þykir þó að skipunartími ráðsins verði framlengdur út kjörtímabilið.  

Ragnar Árnason
Ragnar Árnason Eggert Jóhannesson
Þráinn Eggertsson
Þráinn Eggertsson Morgunblaðið/Styrmir Kári
Orri Hauksson
Orri Hauksson
Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK