Álverð leiðir til 6 milljarða taps hjá Landsvirkjun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðuna viðunandi.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðuna viðunandi. Ómar Óskarsson

Tap Landsvirkjunar á fyrri hluta ársins nemur um 52,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 6,3 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 9 milljónir dala, eða rúmlega 1 milljarður. Tapið skýrist  einkum af gangvirðisbreytingum á innbyggðum álafleiðum orkusölusamninga sem námu 169,5 milljónum dala til gjalda á tímabilinu.

Rekstrartekjur námu 206,7 milljónum dala, 24,8 milljörðum króna, sem er 1,9% hækkun frá sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 67,1 milljón dölum, 8,1 milljarði króna, en var 47,7 milljónir dala á sama tímabili árið áður.

Nettó skuldir félagsins lækkuðu um 30,1 milljón dali frá áramótum og voru í lok júní 2.405,5 milljónir dalir, eða 288,7 milljarðar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í tilkynningu að niðurstaðan sé viðunandi.

„Grunnreksturinn, raforkuvinnsla og afhending hefur gengið vel á fyrri hluta ársins og jukust raforkukaup viðskiptavina Landsvirkjunar frá fyrra tímabili um 5% eða sem nemur um 300 GWst.... Afkoma á fyrri árshelmingi er viðunandi í ljósi efnahagsástands í heiminum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK