Líkur á kreppuverðbólgu

Lítill hagvöxtur hefur margvíslegar afleiðingar.
Lítill hagvöxtur hefur margvíslegar afleiðingar. mbl.is/Árni Sæberg

Lítil fjárfesting í stóriðju og atvinnuvegunum skýrir að hluta hvers vegna gera verður hóflegar væntingar um hagvöxt á næsta ári. Skortur á fjárfestingu seinkar viðsnúningi í hagkerfinu og gæti merkjanlegur bati tafist vel fram á næsta ár.

Þetta er mat Valdimars Ármann, hagfræðings og fjármálaverkfræðings hjá GAMMA, sem telur nýjar hagtölur undirstrika að fyrri hagvaxtarspár rætist ekki og að tímabil lítils hagvaxtar verði lengra en spáð var. Afleiðingar lítillar fjárfestingar séu að koma fram.

„Það er áhyggjuefni hversu hægt gengur að koma fjárfestingu af stað en hún er nauðsynleg til að draga vagninn í hagvexti. Gjaldeyrishöftin kunna að hafa áhrif þar sem þau fæla mögulega frá erlenda fjárfesta, en að einhverju leyti skýrist lítill hagvöxtur af veikari fjárfestingu en spáð var,“ segir Valdimar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK