Frekari afskriftir gætu breitt út óvissu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði í viðtali við þýska tímaritið Focus sem birt var í dag að frekari afskriftir á skuldum Grikklands gætu orðið til þess að óvissa breiddist út sem aftur myndi fæla fjárfesta frá evrusvæðinu.

„Ég er beinlínis að vara við afskriftum,“ segir hún í viðtalinu. „Þær gætu orðið til þess að óvissa breiðist út og leitt til þess að vilji fjárfesta til þess að festa fé sitt á evrusvæðinu að nýju verði að engu.“

Merkel sagði að farið yrði yfir skuldastöðu Grikklands og þær stjórnsýsluumbætur hefðu átt sér stað á næsta ári eins og gert hafi verið ráð fyrir. „Fram að því á landið enn margt ógert og verður að halda staðfastlega áfram að koma á umbótum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK