Frekari afskriftir gætu breitt út óvissu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, sagði í viðtali við þýska tíma­ritið Focus sem birt var í dag að frek­ari af­skrift­ir á skuld­um Grikk­lands gætu orðið til þess að óvissa breidd­ist út sem aft­ur myndi fæla fjár­festa frá evru­svæðinu.

„Ég er bein­lín­is að vara við af­skrift­um,“ seg­ir hún í viðtal­inu. „Þær gætu orðið til þess að óvissa breiðist út og leitt til þess að vilji fjár­festa til þess að festa fé sitt á evru­svæðinu að nýju verði að engu.“

Merkel sagði að farið yrði yfir skulda­stöðu Grikk­lands og þær stjórn­sýslu­um­bæt­ur hefðu átt sér stað á næsta ári eins og gert hafi verið ráð fyr­ir. „Fram að því á landið enn margt ógert og verður að halda staðfast­lega áfram að koma á um­bót­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK