Íbúðaverð 28,6% lægra en fyrir hrun

Fasteignaverð er enn 28,6% lægra á raunvirði en það var …
Fasteignaverð er enn 28,6% lægra á raunvirði en það var fyrir hrun. mbl.is/Rósa Braga

Húsnæðisverð á landinu öllu hækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst samkvæmt gögnum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 6,5% yfir síðastliðna tólf mánuði og 22,2% frá því að það stóð lægst eftir hrunið. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka í dag.

Verðbólgan á tímabilinu hefur verið talsverð þannig að raunverðshækkunin er mun minni en nafnverðshækkunin. Að raunvirði hefur húsnæðisverð samt hækkað um 2,4% yfir síðustu tólf mánuði og um 9,8% frá því að það fór lægst eftir hrunið.

Samhliða þessu hefur velta aukist á fasteignamarkaðinum og meðalsölutími eigna styst. Líkt og Seðlabankinn benti á í nýjasta hefti Peningamála er raunverð íbúða nú svipað því að og það var haustið 2004, þ.e. þegar bankarnir hófu lánveitingar til íbúðakaupa. Raunverð íbúða er hins vegar enn 28,6% lægra en það var þegar það stóð hvað hæst í aðdraganda hrunsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK