Eyddu rúmum 13 milljörðum í júlí

Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri.
Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. mbl.is/Rax

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í júlí jókst alls um 17,4% frá sama mánuði í fyrra og nam liðlega 13,1 milljörðum króna.  Hver erlendur ferðamaður greiddi með greiðslukorti sínu hér á landi 106 þús. kr. að meðaltali í júlí. Mestu er varið í gistingu, næstmestu í verslun og þar næst í ýmsa skipulagða ferðaþjónustu eins og skoðunarferðir og hvalaskoðun. Veitingaþjónusta er í fjórða sæti yfir þá útgjaldaflokka sem erlendir ferðamenn greiða fyrir þjónustu með kortum sínum, samkvæmt nýrri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.

 Aðrir gististaðir en hótel virðast eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal erlendra ferðamanna. Þannig  jókst kortavelta annarra gististaða en hótela í júlí um 95% frá sama mánuð í fyrra og nam 20 milljónum króna. Ferðamenn virðast þannig sækja í auknum mæli gistingar utan hefðbundinna hótela.

Greiddu 1,1 milljarð í bílaleigubíla

Mikil aukning hefur orðið í greiðslum erlendra ferðamanna fyrir ferjuflutninga. Þannig jukust greiðslur í ferjusiglingar um 230% á milli ára. Líklega eru það auknar vinsældir siglinga með Herjólfi til Vestmannaeyja sem hafa mest áhrif. Erlendar kortagreiðslur til bílaleiga jukust um 20% frá sama mánuði í fyrra og námu 1,1 milljarði kr.

Erlendir ferðamenn greiddu 596 millj. kr. með kortum sínum í júlí í dagvöruverslunum sem var 20% aukning frá síðasta ári. Þá keyptu útlendingar föt hér á landi fyrir 505 millj. kr. í júlí, en það nemur þriðjungi af meðalveltu íslenskrar fataverslunar í hverjum mánuði á síðasta ári. Hins vegar er nánast engin aukning í minjagripaverslunum á milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK