Högnuðust um 32,6 milljarða

mbl.is

Sam­an­lagður hagnaður Lands­bank­ans, Ari­on banka og Íslands­banka á fyrri helm­ingi árs­ins eft­ir skatta var 32,6 millj­arðar króna. Lands­bank­inn hagnaðist um 15,5 millj­arða króna, Ari­on banki um 5,9 og Íslands­banki um 11,2.

Hagnaður Ari­on banka á öðrum árs­fjórðungi nam 4,5 millj­örðum sem var í sam­ræmi við vænt­ing­ar stjórn­enda bank­ans.

„Staða bank­ans held­ur áfram að styrkj­ast. Þar skipt­ir miklu auk­in gæði lána­safns bank­ans sem og fjöl­breytt­ari fjár­mögn­un, en mik­il vinna hef­ur verið unn­in á þess­um sviðum und­an­far­in miss­eri. Þrátt fyr­ir góða af­komu á öðrum árs­fjórðungi þá lit­ast upp­gjörið fyr­ir fyrstu sex mánuði árs­ins af upp­gjöri bank­ans á fyrsta árs­fjórðungi sem var und­ir vænt­ing­um. Við sjá­um aukna eft­ir­spurn eft­ir lán­um á fyrstu sex mánuðum árs­ins. Þetta er já­kvæð þróun og er um að ræða ríf­lega 60% aukn­ingu á nýj­um lán­um miðað við sama tíma­bil í fyrra,“ seg­ir Hösk­uld­ur H. Ólafs­son hjá Ari­on banka í um­fjöll­un um af­komu bank­anna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK