Verðhjöðnun að baki í Japan?

Japanskir neytendur á ferð í dag
Japanskir neytendur á ferð í dag AFP

Vöruverð hækkaði í Japan í síðasta mánuði um 0,7% og hefur ekki hækkað jafn mikið á einum mánuði í fimm ár er vísitala neysluverðs hækkaði um 1% í nóvember 2008. Hafa vonir vaknað um að verðhjöðnun sé að baki og verðbólga í sjónmáli.

Þetta þykja góðar fréttir fyrir forsætisráðherra Japans Shinzo Abe, sem hét því í kosningabaráttunni að hann myndi draga Japan út úr fimmtán ára stöðnunartímabili og færa landið inn í tímabil launahækkana og verðhækkana svo hagkerfi landsins fari af stað á ný.

Verðhjöðnun er almenn lækkun verðlags, sem sagt andstæða verðbólgu.Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0%. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur.

Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem vísitala neysluverðs hækkar í Japan en í júní nam hækkunin 0,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK