Óbreytt undirliggjandi erlend staða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 7.885 milljarða, eða 458% af vergri landsframleiðslu við lok annars ársfjórðungs 2013. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð var staðan neikvæð um 464 milljarða, eða 27% af vergri landsframleiðslu.

Talið er að slit innlánsstofnana í slitameðferð hafi neikvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nemur 43% af vergri landsframleiðslu en önnur fyrirtæki sem unnið er að slitum á hafi jákvæð áhrif sem nemi 5% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Undirliggjandi erlend staða miðað við reiknað uppgjör innlánsstofanna í slitameðferð og án fyrirtækja sem unnið er að slitum á er því metin neikvæð um 65% af vergri landsframleiðslu. Þar sem ekki er lengur horft framhjá áhrif Actavis er þessi tala aðeins samanburðarhæf við birtingu Seðlabankans á undirliggjandi erlendri stöðu í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Þá var staðan einnig metin neikvæð um 65% af vergri landsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK