Óbreytt undirliggjandi erlend staða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Hrein staða við út­lönd var nei­kvæð um 7.885 millj­arða, eða 458% af vergri lands­fram­leiðslu við lok ann­ars árs­fjórðungs 2013. Að frá­töld­um inn­láns­stofn­un­um í slitameðferð var staðan nei­kvæð um 464 millj­arða, eða 27% af vergri lands­fram­leiðslu.

Talið er að slit inn­láns­stofn­ana í slitameðferð hafi nei­kvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nem­ur 43% af vergri lands­fram­leiðslu en önn­ur fyr­ir­tæki sem unnið er að slit­um á hafi já­kvæð áhrif sem nemi 5% af vergri lands­fram­leiðslu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Íslands.

Und­ir­liggj­andi er­lend staða miðað við reiknað upp­gjör inn­láns­stof­anna í slitameðferð og án fyr­ir­tækja sem unnið er að slit­um á er því met­in nei­kvæð um 65% af vergri lands­fram­leiðslu. Þar sem ekki er leng­ur horft fram­hjá áhrif Acta­vis er þessi tala aðeins sam­an­b­urðar­hæf við birt­ingu Seðlabank­ans á und­ir­liggj­andi er­lendri stöðu í lok fyrsta árs­fjórðungs þessa árs. Þá var staðan einnig met­in nei­kvæð um 65% af vergri lands­fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK