Gert er ráð fyrir að kýpverska hagkerfið dragist saman um 13% á tímabilinu 2013-2014 og að samdráttur verði til ársins 2015 samkvæmt uppkasti að skýrslu sem er í vinnslu fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og lekið var til fjölmiðla.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að staðfesta ríkisstjórnar Kýpur við að innleiða efnahagsumbætur sé ennfremur lofuð í uppkastinu en varað er hins vegar við því að enn sé mikil kerfisleg áhætta fyrir hendi.