Í dag fór fram gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands um að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallaði Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vildu selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.
Alls bárust 77 tilboð að fjárhæð 21,0 milljón evra í útboði um kaup á evrum og var tilboðum að fjárhæð 19,4 milljónum evra tekið. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 210 krónur fyrir hverja evru. Samþykkt tilboð námu því um 4,07 milljörðum
Í útboðinu um kaup á krónum fyrir evrur var útboðsverðið ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 224 krónur fyrir hverja evru. Alls bárust 43 tilboð að fjárhæð 14,5 milljarðar og var tilboðum að fjárhæð 4,4 milljarðar tekið.
Næstu gjaldeyrisútboð verða haldin 15. október og 3. desember 2013.